Græddi milljónir á sviknum lyfjum

Bláa pillan heimsfræga.
Bláa pillan heimsfræga.

Lyfjarisinn Pfizer hefur höfðað mál á hendur Bretanum Martin Hickman, sem mun hafa grætt milljónir dala á því að svikna útgáfu af viagra, lyfi sem ætlað er að lækna risvandamál hjá karlmönnum. Talið er að hagnaður Hickmans hafi numið alls um 8,9 milljónum dala, eða andvirði um 1,1 milljarði króna á árunum 2003 til 2007.

Pfizer hefur gefist upp á að reiða sig eingöngu á löggæsluyfirvöld heimsins og hefur ráðið hóp fyrrverandi lög- og tollgæslumanna víðs vegar um heiminn til að elta uppi framleiðendur falslyfja. Hafa þeir mikla reynslu af því að berjast við eiturlyfjainnflytjendur og -framleiðendur og vonast lyfjarisinn til að sú reynslu komi að góðum notum í baráttunni við falslyf.

Gróðavonin er hins vegar mikil. Um 100.000 króna fjárfesting í heróínframleiðslu getur skilað um tveimur milljónum í vasann. Sama fjárfesting í framleiðslu á falslyfjum getur skilað um 45 milljónum króna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK