Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bandarísk stjórnvöld til að koma böndum á mikinn hallarekstur á ríkissjóði landsins, m.a. með því að hækka skatta og skera niður útgjöld til ellilífeyris.
Gerir sjóðurinn ráð fyrir því að bandaríska hagkerfið muni vaxa um 3,3 prósent í ár, en að hagvöxtur verði ekki yfir þremur prósentum næstu fimm árin eftir það. Er það mun svartsýnni spá en hjá bandarísku stjórninni sjálfri. Skýrir þetta muninn á spám þeirra um hallarekstur og opinberar skuldir í Bandaríkjunum næstu árin.