Kjarnastarfsemi veldur vonbrigðum

mbl.is

Arðsemi kjarnastarfsemi NBI og Arion banka er óviðunandi fyrir hluthafa bankanna. Íslandsbanki skilar hins vegar viðunandi arðsemi af sinni kjarnastarfsemi.

Þetta kemur fram í skýrslu Bankasýslu ríkisins sem birt var í gær. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á rekstur og starfsemi hinna endurreistu banka á Íslandi, segir í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Í henni kemur fram, að arðsemi kjarnareksturs Íslandsbanka sé prýðileg, eða rúmlega 32%. Sama hlutfall sé hins vegar lægra hjá NBI og Arion banka, eða 6,4% og 7,9%. Sökum þess hversu háir vextir eru á íslenskum ríkisskuldabréfum dregur Bankasýslan því þá ályktun að eðlilegt sé að gera 15,25% arðsemiskröfu til íslensku bankanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK