„Ég stýrði ekki Glitni“

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. Ásdís Ásgeirsdóttir

Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í vitnisburði sínum fyrir dómstólnum í New York fyrir skömmu að á engan hátt hefði Lárus Welding lotið stjórn hans.

Þegar stefna slitastjórnnar Glitnis var birt þá var meðal annars vitnað til tölvupóstsamskipta milli Jóns og Lárusar, sem slitastjórnin túlkaði á þann hátt að Lárus hefði tekið við fyrirmælum frá Jóni um ráðstöfun fjármuna bankans.

„Þrátt fyrir að ég hafi þekkt forstjóra Glitnis, Lárus Welding, nokkuð vel, og hafi verið kleift að senda honum tölvupósta um viðskiptatækifæri fyrir bankann, þá stjórnaði ég aldrei eða gerði tilraun til að stjórna rekstri bankans,“ sagði í vitnisburði Jóns Ásgeirs í New York, en hann krefst þess að málinu verði vísað frá.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka