Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segir í yfirlýsingu til dómstóls á Manhattan í New York, að þert á það sem lesa megi út úr stefnu slitastjórnar Glitnis hafi hann ekki haft neinn hag af falli Glitnis.
„Stór hlutur sem ég átti í FL Group - sem síðan átti umtalsverðan hlut í Glitni - gerði það að verkjum að ég átti mikla fjárhagslega hagsmuni komna undir því að rekstur Glitnis gengi vel. Hrun Glitnis árið 2008 leiddi til þess að FL Group fór í greiðslustöðvun sama ár. Ég varð fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna vandamála Glitnis," segir Þorsteinn.