Hannes búsettur í Lúxemborg

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Golli

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, er nú búsettur í Lúxemborg og stundar þar verðbréfaviðskipti á eigin vegum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem hann hefur lagt fyrir dómstól í New York vegna skaðabótamáls sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað á hendur Hannesi og fleirum sem tengdust Glitni.

Hannes krefst þess, eins og aðrir málsaðilar, að málinu verði vísað frá dómi í New York. 

Hannes segist  í yfirlýsingunni ekki eiga neinar fasteignir í New York ríki og hafi ekki unnið í Bandaríkjunum frá árinu 1996 þegar hann starfaði fyrir fyrirtækið McKinsey og Co í Boston. Hann segist vera íslenskur ríkisborgari en búi um þessar mundir í Lúxemborg og stýri viðskiptum sínum þaðan. 

Yfirlýsing Hannesar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK