Hannes búsettur í Lúxemborg

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Golli

Hann­es Smára­son, fyrr­ver­andi for­stjóri FL Group, er nú bú­sett­ur í Lúx­em­borg og stund­ar þar verðbréfaviðskipti á eig­in veg­um. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu, sem hann hef­ur lagt fyr­ir dóm­stól í New York vegna skaðabóta­máls sem slita­stjórn Glitn­is hef­ur höfðað á hend­ur Hann­esi og fleir­um sem tengd­ust Glitni.

Hann­es krefst þess, eins og aðrir málsaðilar, að mál­inu verði vísað frá dómi í New York. 

Hann­es seg­ist  í yf­ir­lýs­ing­unni ekki eiga nein­ar fast­eign­ir í New York ríki og hafi ekki unnið í Banda­ríkj­un­um frá ár­inu 1996 þegar hann starfaði fyr­ir fyr­ir­tækið McKins­ey og Co í Bost­on. Hann seg­ist vera ís­lensk­ur rík­is­borg­ari en búi um þess­ar mund­ir í Lúx­em­borg og stýri viðskipt­um sín­um þaðan. 

Yf­ir­lýs­ing Hann­es­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK