Hugsa og framkvæmi sjálf

Ingibjörg Pálmadóttir.
Ingibjörg Pálmadóttir.

Ingi­björg Pálma­dótt­ir, eig­in­kona Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem hún sendi dóm­stóli á Man­hatt­an vegna skaðabóta­máls sem slita­stjórn Glitn­is hef­ur höfðað, að henni virðist hafa verið verið stefnt í mál­inu á þeirri for­sendu að hún sé „annað sjálf" eig­in­manns henn­ar.

„Það er fá­rán­legt að (Stein­unn) Guðbjarts­dótt­ir (formaður slita­stjórn­ar Glitn­is) gefi í skyn og ætl­ist til þess að dóm­stóll trúi því að eig­in­kon­um sé stjórnað af eig­in­mönn­um sín­um og að þær séu því annað sjálf, (alter ego), þeirra. Ég hugsa og fram­kvæmi sjálf. Í því felst að ég tek viðskipta­ákv­arðanir mín­ar sjálf," seg­ir Ingi­björg. 

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni, að Ingi­björg eigi hluta­bréf í tveim­ur íbúðum í Gran­mercy Park í New York. Hluta­bréf­in í ann­arri íbúðinni hafi verið keypt 5. des­em­ber 2006 og bréf­in í hinni í apríl og maí 2007.

Þessi kaup hafi að hluta til verið fjár­mögnuð með lán­um frá Lands­bank­an­um en  að öðru leyti seg­ist Ingi­björg hafa fjár­magnað kaup­in með eig­in fé.  Hún greiði fyr­ir viðhald og ann­an kostnað vegna íbúðanna.

Þá seg­ir Ingi­björg að hún og maður henn­ar séu skráðir íbú­ar en hún eigi 99% í þeim en Jón Ásgeir 1%.  Það end­ur­spegli, að íbúðirn­ar voru keypt­ar fyr­ir henn­ar fé en Jón Ásgeir hafi fengið 1% til að tryggja rétt hans ef hún falli frá á und­an hon­um.

Seg­ir Ingi­björg, að þegar hún keypti íbúðirn­ar hafi þau hjón­in lagt fram fjár­hags­leg­ar upp­lýs­ing­ar til stjórn­ar sam­eign­ar­fé­lags­ins og talið að þær upp­lýs­ing­ar færu ekki lengra því þær væru afar per­sónu­leg­ar.

Ingi­björg full­yrðir einnig, að hún hafi ekki notað fé, komið frá Glitni, til að end­ur­greiða lán frá Royal Bank of Can­ada, sem var með veði í íbúðunum. 

Yf­ir­lýs­ing Ingi­bjarg­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK