Réttarhöldin ættu heima á Íslandi

Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson krefjast þess að máli …
Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson krefjast þess að máli Glitnis á hendur þeim verði vísað frá. mbl.is/Ómar

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu, sem lögð hefur verið fyrir dómstól á Manhattan í New York, að hann skilji ekki hvers vegna slitastjórn Glitnis hafi kosið að höfða skaðabótamál á hendur honum í New York. Eini tilgangurinn virðist vera, að gera réttarhöldin eins kostnaðarsöm og erfið fyrir málsaðilana og kostur er.

Segir Jón Ásgeir að Glitnir hafi höfðað svipað mál á hendur honum og fleirum á Íslandi vegna viðskipta. „Þessi málaferli milli íslenskra aðila vegna íslenskra viðskipta og aðallega íslenskra krafna eiga heima á Íslandi," segir Jón Ásgeir en allir þeir, sem Glitnir höfðaði málið gegn krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi. 

Slitastjórn Glitnis höfðaði skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu Pálmadóttur, Þorsteini Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers, og krafðist 2 milljarða dala bóta. Telur slitastjórnin að þessir aðilar hafi valdið bankanum óbætanlegu tjóni og rænt hann innanfrá. 

Allir málsaðilar hafa lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar, sem birtar eru á vef dómstólsins á Manhattan þar sem krafa um frávísun er studd rökum.

Jón Ásgeir vísar því m.a. á bug, að hann hafi stýrt Glitni banka gegnum Lárus Welding, forstjóra bankans.  Hann hafi aldrei setið þar í stjórn og ekki setið stjórnarfundi eða nefndarfundi hjá bankanum. 

Hann segist þekkja Lárus nokkuð vel og því getað verið í tölvupóstsambandi við hann. „Ég sendi Lárusi Welding tölvupósta sem stór fjárfestir og viðskiptavinur og það var opinber vitneskja að ég hafði óbein fjárfesta- og viðskiptavinatengsl við bankann. Fyrirtækin, sem ég fjárfesti í höfðu einnig mikilvæg viðskiptavinatengsl við hina íslensku bankana tvo, Landsbanka og Kaupþing," segir Jón Ásgeir m.a.

Yfirlýsingar málsaðila í New York

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka