Norðmenn styðja við rekstur Europris á Íslandi

Breyting hefur orðið á eignarhaldi Europris á Íslandi undanfarið. Norðmennirnir hafa komið með fjármagn inn í félagið og Petter Christian Wilskow, Stein-Erik Björnsen og Kjell Olav Krathe tekið sæti í stjórn þess. Europris á Íslandi þiggur einkaumboð (franchise) sitt frá Europris í Noregi, sem jafnframt er stærsti birgir þess. Höfuðstöðvar Europris eru jafnframt í Noregi.

Félagið rekur sex smásöluverslanir á Íslandi, fjórar á höfuðborgarsvæðinu, eina á Akureyri og eina á Selfossi.

Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris á Íslandi, segir að ekki sé fyrirhugað að gera breytingar á verslanafjölda. Daglegur rekstur félagsins verði með nákvæmlega sama sniði og verið hefur.

Reksturinn almennt erfiður

Spurður um ástæðu breytinganna á eignarhaldi, segir hann Norðmennina einfaldlega koma að rekstrinum nú „til þess að standa við bakið á fyrirtækinu áfram. Þeir hafa verið að koma inn í fyrirtækið og styrkja okkur, styrkja fyrirtækið, sem eignaraðilar.“ Rekstur á Íslandi hafi almennt verið erfiður undanfarin tvö ár, og Europris ekki farið varhluta af þeirri stöðu mála.

Matthías segir engar breytingar framundan á rekstrinum. Sömu stjórnendur komi til með að stýra fyrirtækinu áfram, bæði í yfirstjórn þess sem og verslunarstjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK