Innistæðutrygging hækkuð?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill hækka innistæðutrygginguna.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill hækka innistæðutrygginguna. Reuters

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins lagði til í dag, að upp­hæð inni­stæðutrygg­ing­ar spari­fjár­eig­enda verði tvö­földuð og hækki í 100 þúsund evr­ur, jafn­v­irði 15,8 milj­óna króna, fyr­ir hvern reikn­ing. Þessi upp­hæð greiðist út 7 dög­um eft­ir að banki verður ógjald­fær.

Há­marks­bæt­ur sam­kvæmt regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins voru 20.886 evr­ur og við þá upp­hæð hef­ur verið miðað í deilu Íslend­inga við Breta og Hol­lend­inga um Ices­a­ve-reikn­ing­ana. Ákveðið var hins veg­ar að hækka þessa fjár­hæð í 50 þúsund evr­ur í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar og gild­ir sú upp­hæð frá og með júní sl. Verði trygg­ing­in hækkuð  í 100 þúsund evr­ur mun hún ná yfir 95% af öll­um inni­stæðum á banka­reikn­ing­um.

Þá legg­ur fram­kvæmda­stjórn­in til að bæt­ur til fjár­festa hækki í allt að 50 þúsund evr­ur úr 20 þúsund evr­ur ef eign­ir þeirra rýrna vegna fjár­svika. Er þeirri til­lögu ætlað að vernda fjár­festa fyr­ir fjár­svik­um á borð við þau, sem banda­ríski kaup­sýslumaður­inn Bern­ard Madoff stundaði þegar hann sveit þúsund­ir millj­arða dala út úr viðskipta­vin­um sín­um.

Michel Barnier, sem fer með mál­efni innri markaðar­ins í fram­kvæmda­stjórn ESB, seg­ir að þess­um til­lög­um sé ætlað að auka gegn­sæi og ábyrgð í evr­ópska fjár­mála­kerf­is­ins. 

„Evr­ópsk­ir neyt­end­ur eiga betra skilið," sagði hann við blaðamenn. „Þeir eiga að geta treyst því, að sparnaður þeirra, fjár­fest­ing­ar og trygg­ing­ar njóti vernd­ar hvar sem þær eru í Evr­ópu.

Til­lög­ur Barniers taka ekki gildi fyrr en Evr­ópuþingið og aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa lagt bless­un sína yfir þær.  Í til­lög­un­um felst m.a., að  bæt­urn­ar verða greidd­ar út án til­lits til þess hvar banka­reikn­ing­ur­inn er. Það þýðir, að íbúi í Portúgal, sem á fé á sænsk­um banka­reikn­ingi, fengi bæt­ur úr portú­galska inn­láns­trygg­inga­sjóðnum, sem síðan myndi inn­heimta bæt­urn­ar hjá sænska trygg­inga­sjóðnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka