Magma í 40 milljóna dala hlutafjárútboð

Orkuver HS Orku.
Orkuver HS Orku.

Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy ætlar að bjóða út nýtt hlutafé fyrir 40 milljónir Kanadadala, jafnvirði rúmlega 4,8 milljarða króna, til að greiða fyrir rúmlega 52% hlut í HS Orku, sem Magma keypti gegnum dótturfélag sitt í Svíþjóð. 

Gengi hlutabréfanna verður 1,12 Kanadadalir en lokagengi bréfa Magma Energy var 1,16 dalir í kauphöllinni í Toronto í kvöld.

Magma keypti 52,35% hlut í HS Orku í maí og á eftir það 98,53% hlut í félaginu. Meirihluti nefndar um erlenda fjárfestingu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að kaupin brytu ekki í bága við íslensk lög en deilur hafa verið milli stjórnarflokkanna um þá niðurstöðu.

Reutersfréttastofan hefur eftir Sean Peasgood, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu Wellington West, að Magma þurfi að minnsta kosti 45,6 milljónir dala fyrir lok júlí til að fjármagna kaupin. 

Magma sagði á föstudag, að Ross Beaty, forstjóri félagsins, muni leggja því til 10 milljónir Kanadadala vegna kaupanna á HS Orku. Beaty hefur áður lagt fyrirtækinu til fjármagn vegna fjárfestinga þess.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka