Fékk danskt lán til snekkjukaupa

Höfnin á Mön.
Höfnin á Mön.

Danir velta því fyrir sér hvernig á því standi, að Sparbank, lítill danskur banki, skuli hafa lánað Jóni Ásgeiri Jóhannessyni 4,5 milljónir evra, jafnvirði 711 milljóna íslenskra króna, til að kaupa lúxussnekkju. Bankinn fékk veð í snekkjunni fyrir láninu en nú er snekkjan til sölu fyrir 3,3 milljónir evra, 522 milljónir króna.

Berlingske Tidende fjallaði um málið í dag, og segir að Sparbank, sem er með höfuðstöðvar í Skive á Jótlandi, hafi einnig tekið þátt í útlánaveislunni, sem haldin var fyrir íslensku fjárfestana. Þetta komi á óvart því það hafi einkum verið íslensku bankarnir og erlendir stórbankar á borð við  Royal Bank of Scotland og Deutsche Bank, sem fjármögnuðu íslensku fjárfestingarnar.

Berlingske segist hafa undir höndum skipaskrá frá Mön þar sem kemur fram að Sparbank hafi frá árinu 2004 átt 4,5 milljóna evra veð í snekkju í eigu Jóns Ásgeirs. Um sé að ræða 94 feta Ferretti snekkju, smíðaða árið 2003, sem nú sé til sölu.  

Blaðið segir, að þessar upplýsingar hafi komið fram í réttarhaldinu í Lundúnum í síðustu viku þar sem kyrrsetning eigna Jóns Ásgeirs var staðfest. Þar hafi breskur lögmaður slitastjórnar Glitnis banka sagt, að þar sem Ferretti snekkjan sé yfirveðsett sé hún einskis virði.   

Þá sé fyrirtækið á Mön, sem skráð er fyrir snekkjunni, ekki lengur með heimilisfang á eyjunni.   

Berlingske segist hafa leitað upplýsinga um það hjá Sparbank hvers vegna lúxussnekkja, skráð í alþjóðlegu skattaskjóli, hafi lent í höndum bankans og hvort bankinn hafi verið beðinn um að veita aðstoð í máli íslenska bankans gegn Jóni Ásgeir.  

Bankinn staðfesti að hann ætti veð í snekkjunni One O One á Mön en vildi ekki veita frekari upplýsingar vegna bankaleyndar.   

Berlingske bendir á, að Jón Ásgeir hafi átt fleiri lúxussnekkjur. Hann átti einnig 144 feta Heesen snekkju frá árinu 2007, sem einnig var nefnd One O One, en virðist nú hafa verið yfirtekin af  Banque Havilland, arftaka Kaupþings í Lúxemborg.

Frétt Berlingske Tidende

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK