Fjárfestir fyrir einn og hálfan milljarð

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, og Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL , …
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, og Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL , undirrituðu samkomulagið, sem er gert með fyrirvara um samþykki stjórna beggja fyrirtækjanna.

Landsnet og ÍSAL undirrituðu í dag samning um flutning raforku vegna áætlana ÍSAL um straumhækkun álversins í Straumsvík sem mun auka afkastagetu þess um 40.000 tonn. Fjárfestingar Landsnets nema um einum og hálfum milljarði kr.

Fram kemur á vef Landsnets að fyrirtækið munu samkvæmt samkomulaginu ráðast í fjárfestingar í flutningskerfinu, en þær helstu séu bygging 220 kV Búðarhálslínu og nauðsynlegra tengivirkja til að tengja virkjunina við flutningskerfið. Landsnet hafi lokið við mat á umhverfisáhrifum þeirra framkvæmda sem ráðast þarf í.

„Samkvæmt samningnum hefur Landsnet skuldbundið sig til að ljúka byggingu 220 kV Búðarhálslínu og annarra tengdra framkvæmda árið 2013. Mun undirbúningur þessara verkefna nú verða settur í fullan gang og er ráðgert að útboð vegna jarðvinnu verði auglýst um mitt ár 2011 og útboð vegna byggingu línu og annars búnaðar á fyrri hluta ársins 2012. Verklok eru ráðgerð á haustmánuðum 2013. Fjárfestingar Landsnets áætlast um 1,5 milljarðar en verkefnið kallar á um 26 ársverk,“ segir í tilkynningu.

Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki stjórna beggja fyrirtækjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK