Gríðarleg fækkun starfa

Mælt atvinnuleysi var á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 7,6 prósent og töldust 13.600 Íslendingar atvinnulausir samkvæmt opinberum tölum.

Þegar nánar er rýnt í tölurnar sést hins vegar að störfum hefur fækkað meira en sem nemur þeirri tölu frá þriðja ársfjórðungi 2008, en þá var fjöldi starfa í hámarki.

Þá hefur vinnustundum fækkað enn meira. Þegar tekið er tillit til breytinga á fjölda þeirra sem vinna fullt starf og í hlutastarfi sést að stöðugildi á íslenskum vinnumarkaði eru nú tæplega 27.500 færri en á þriðja fjórðungi 2008.

Á þriðja ársfjórðungi 2008, rétt fyrir hrun, voru 183.800 starfandi hér á landi en á fyrsta fjórðungi þessa árs voru þeir 163.900. Störfum hefur með öðrum orðum fækkað um 19.900, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í viðskiptablaði  Morgunblaðsins í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK