Segist ætla í mál við Steinunni

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son seg­ist í viðtali við Viðskipta­blaðið ætla að höfða mál gegn Stein­unni Guðbjarts­dótt­ur, for­manni slita­stjórn­ar Glitn­is, vegna eiðsvar­inna lyga henn­ar fyr­ir dóm­stól­um.

Vís­ar hann til upp­lýs­inga, sem fram komi í eiðsvörn­um vitn­is­b­urði Stein­unn­ar Guðbjarts­dótt­ur fyr­ir dómi, meðal ann­ars á þá leið að Jón Ásgeir, eða fé­lög hans, eigi mögu­lega inn­stæður í bresk­um bönk­um upp á 202 millj­ón­ir punda, eða tæp­lega 40 millj­arða króna.

Malcolm Wal­ker, for­stjóri Ice­land Foods, hef­ur staðfest bréf­lega við slita­stjórn­ina að inn­stæðurn­ar séu í eigu Ice­land.

Jón Ásgeir seg­ir í viðtal­inu Stein­unn hafi reynt að af­vega­leiða dóm­stól­ana
með vitn­is­b­urði sín­um.

„Það sem við mun­um gera er að sækja rétt okk­ar gegn Stein­unni fyr­ir að fara með rangt mál, ekki aðeins hvað þetta varðar held­ur einnig þegar
kem­ur að skál­an­um (í Frakklandi) sem hef­ur verið greidd­ur upp, og fleiru. Það liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um að við vor­um í sam­bandi við Glitni vegna þeirra mála og lánið greitt upp,“ seg­ir Jón Ásgeir í viðtal­inu.

Þá vís­ar hann því á bug að hafa kerf­is­bundið reynt að skjóta und­an eign­um eft­ir hrun banka­kerf­is­ins í októ­ber 2008. Í viðtali við Frétta­blaðið í dag seg­ist Jón Ásgeir eng­ar eign­ir hafa flutt yfir á Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, eig­in­konu sína, eins og slita­stjórn Glitn­is láti að liggja.

Við Viðskipta­blaðið seg­ir Jón Ásgeir, að hann og aðrir þeir, sem slita­stjórn Glitn­is hef­ur stefnt fyr­ir dóm­stól í New York, séu að reyna að borga skuld­ir til baka en ekki skjóta und­an eign­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK