Jón Ásgeir Jóhannesson seldi fasteign í London hinn 10. maí síðastliðinn, degi áður en slitastjórn Glitnis krafðist kyrrsetningar á eignum hans um allan heim.
Fyrir fasteignina, sem er staðsett nærri Kew Gardens í London, fékk Jón Ásgeir greiddar rúmlega 1,5 milljónir punda. Miðað við opinbert gengi Seðlabanka Íslands slagar sú upphæð í 290 milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá fasteignaskrá í Bretlandi, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.