AGS og ESB fresta viðræðum við Ungverja

Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Reuters

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og Evr­ópu­sam­bandið hafa frestað viðræðum við Ung­verja varðandi end­ur­skoðun á efna­hagáætl­un lands­ins, sem var sett á lagg­irn­ar árið 2008 til að forða Ung­verj­um frá efna­hags­hruni. AGS og ESB segja að stjórn­völd í Ung­verjalandi verði að mæta sett­um mark­miðum til að draga úr fjár­laga­hall­an­um.

Þetta þýðir að Ung­verj­ar hafa ekki leng­ur aðgang að þeirri upp­hæð sem eft­ir stend­ur af 25 millj­arða dala efna­hagaðstoð AGS og ESB, sem Ung­verj­ar hafa treyst á.

Menn áttu von á að viðræður við lán­ar­drottna myndi ljúka snemma í næstu viku. Sér­fræðing­ar segja að ung­verska for­int­an muni hrapa þegar markaðir opna á nýj­an leik á mánu­dag sök­um þess óstöðug­leika sem hef­ur nú skap­ast.

AGS hef­ur farið með efna­hags­stjórn í land­inu frá því skömmu eft­ir að fjár­málakrepp­an skall á af full­um þunga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka