AGS og ESB fresta viðræðum við Ungverja

Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa frestað viðræðum við Ungverja varðandi endurskoðun á efnahagáætlun landsins, sem var sett á laggirnar árið 2008 til að forða Ungverjum frá efnahagshruni. AGS og ESB segja að stjórnvöld í Ungverjalandi verði að mæta settum markmiðum til að draga úr fjárlagahallanum.

Þetta þýðir að Ungverjar hafa ekki lengur aðgang að þeirri upphæð sem eftir stendur af 25 milljarða dala efnahagaðstoð AGS og ESB, sem Ungverjar hafa treyst á.

Menn áttu von á að viðræður við lánardrottna myndi ljúka snemma í næstu viku. Sérfræðingar segja að ungverska forintan muni hrapa þegar markaðir opna á nýjan leik á mánudag sökum þess óstöðugleika sem hefur nú skapast.

AGS hefur farið með efnahagsstjórn í landinu frá því skömmu eftir að fjármálakreppan skall á af fullum þunga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK