Evran sækir í sig veðrið gagnvart Bandaríkjadal

Reuters

Fyrir um mánuði veltu margir á fjármálamörkuðum heimsins því fyrir sér hversu langt niður evran ætti eftir að sökkva. Nú er spurningin þveröfug, því evran hefur verið að styrkjast umtalsvert gagnvart Bandaríkjadal undanfarnar vikur.

Á rúmum mánuði hefur evran styrkst um níu prósent gagnvart Bandaríkjadal og var í rúmum 1,29 dölum í gær. Í júníbyrjun var gengið hins vegar um 1,19 dalir.

Fáir gera ráð fyrir því að evran muni ná fyrri hæðum gagnvart dalnum, en í nóvember í fyrra var gengið um 1,51 dalur. Búast margir við því að styrkingin muni stoppa þegar evran hefur farið í um 1,30 dali.

Ástæðuna fyrir styrkingunni telja flestir vera tvíþætta. Annars vegar hefur þeim Evrópuríkjum, sem verst standa fjárhagslega, tekist að endurfjármagna skuldir sínar með sæmilega auðveldum hætti. Er þar einkum horft til skuldabréfaútboða Grikklands, Spánar og Portúgals. Þá hefur Evrópski seðlabankinn getað hægt á kaupum sínum á ríkisskuldabréfum þessara ríkja.

Hinn þátturinn er sá að nýjustu tölur frá Bandaríkjunum hafa verið dekkri en búist hafði verið við. Atvinnuleysi er ennþá mjög mikið í Bandaríkjunum og gerir seðlabankinn þar nú ráð fyrir minni hagvexti en hann hafði áður spáð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK