Conrad Black sleppt úr fangelsi

Conrad Black.
Conrad Black. Reuters

Áfrýjunardómstóll í Chicago hefur úrskurðað að kaupsýslumaðurinn Conrad Black verði látinn laus gegn tryggingu en Black hefur afplánað 2 ár af sex og hálfs árs löngum fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir stórfelld fjársvik.

Black og þrír aðrir stjórnendur fjölmiðlafyrirtækisins Hollinger Internatioal voru fundnir sekir árið 2007 um að svíkja 6,1 milljón dala út úr hluthöfum fyrirtækisins. 

Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað í júlí upp dóm, sem fól í sér nýja túlkun á lögum sem Black var talinn hafa brotið. Í því felst að undirréttur getur tekið ákvörðun um hvort dómnum yfir Black verði breytt. Áfrýjunardómstóll komst í kvöld að þeirri niðurstöðu, að láta megi Black lausan gegn tryggingu á meðan undirréttur fer yrir mál hans.

Á hátindi valda sinna átti Black The Daily Telegraph, eitt virtasta dagblað í Bretlandi auk fjölda annarra blaða bæði í Bandaríkjunum, Kanada og í Ísrael. Hann var um skeið einn helsti stuðningsmaður Margrétar Thatcher, var veitt lávarðartign í Bretlandi, og í stjórnum fyrirtækja hans sátu þekktir menn á borð við Henry Kissinger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK