Gengi forintunnar, gjaldmiðils Ungverjalands, lækkaði verulega í morgun gagnvart evru eftir að ljóst varð að viðræður stjórnvalda og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um helgina skiluðu engri niðurstöðu.
Gegni forintunnar var 289,49 gagnvart evru í morgun en var skráð 282,10 þegar mörkuðum var lokað á föstudag.
Ungverjaland gerði samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um 20 milljarða evra lánalínu en ekki tókst að ljúka sjöundu endurskoðun samkomulagsins um helgina. Að sögn Reutersfréttastofunnar vildu fulltrúar sjóðsins að gripið yrði til enn frekari aðgerða til að skera niður ríkisútgjöld. Ungversk stjórnvöld vildja þess í stað leggja sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.