Atvinnuleysistryggingasjóður rekinn með 14 milljarða tapi

Greiddar atvinnuleysisbætur voru yfir 25 milljarðar króna á síðasta ári.
Greiddar atvinnuleysisbætur voru yfir 25 milljarðar króna á síðasta ári. mbl.is

Atvinnuleysistryggingasjóður var rekinn með 14 milljarða tapi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2009. Greiddar atvinnuleysisbætur á árinu námu rúmlega 25 milljörðum króna, sem er um það bil fimmföldun frá árinu áður.

Samfara auknum útgreiðslum sjóðsins margfaldast umsýslukostnaður Vinnumálastofnunar. Á síðasta ári var umsýslukostnaður stofnunar á fimmta hundrað milljóna króna, en árið 2008 var sami kostnaður 80 milljónir.

Eignastaða sjóðsins, sem hafði bólgnað út árin áður, minnkaði hratt á síðasta ári. Í árslok 2008 námu eignir Atvinnuleysistryggingasjóðs 16,7 milljörðum króna, en ári síðar höfðu þær minnkað í 2,1 milljarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK