Fjármagnsgjöld ríkissjóðs námu ríflega 84 milljörðum króna á síðasta ári. Miðað við nýjustu tölur um mannfjölda á Íslandi gera þar 265 þúsund krónur á hvert mannsbarn á Íslandi.
Upplýsingar um greidd fjármagnsgjöld á síðasta ári birtust í uppgjöri ríkisreiknings, sem var birtur fyrir skömmu.
Á síðasta ári var atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16-74 ára tæplega 81%. Tæplega 168 þúsund manns voru starfandi á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Þeir sem standa undir útgjöldum ríkisins eru vitaskuld þeir sem eru starfandi á vinnumarkaði. Því eru fjármagnsgjöld ríkissjóðs á hvern starfandi mann á Íslandi rúmlega hálf milljón króna að meðaltali.