Hagnaður bandaríska bankans Morgan Stanley nam 1,58 milljörðum dala, jafnvirði 195 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi. Var þessi afkoma mun betri en sérfræðingar höfðu spáð. Á sama tímabili á síðasta ári tapaði bankinn 1,26 milljörðum dala.
Tekjur bankans námu 7,95 milljörðum dala og jukust um 53% á milli ára. Tekjur af hlutabréfaviðskiptum minnkuðu töluvert ef miðað er við fyrsta ársfjórðung.