Barack Obama, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lög, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku um fjármálastarfsemi. Er um að ræða umfangsmestu lagabreytingar á þessu sviði í Bandaríkjunum sem gerðar hafa verið frá því á fjórða áratug síðustu aldar.
Obama sagði við þetta tækifæri, að almenningur þyrfti nú ekki að ábyrgjast afleiðingar mistaka sem gerð væru í Wall Street fjármálahverfinu.