Farþegum í lestum fjölgaði vegna öskunnar

Lestir Eurostar fara á milli Bretlands og Frakklands.
Lestir Eurostar fara á milli Bretlands og Frakklands. Reuters

Eurostar, sem sér um lestarferðir um Ermarsundsgöngin, segir að farþegum milli Bretlands og meginlands Evrópu hafi fjölgað um 6% á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra. Er aukningin meðal annars rakin til þess, að flugumferð í Evrópu lá niðri í tæpa viku i apríl vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli.

Tekjur Eurostar jukust um 18% á tímabilinu og námu 404 milljónum punda.  Fyrirtækið segir, að farþegum hafi fjölgað um 100 þúsund dagana 15.-20. apríl þegar flugumferð var bönnuð vegna öskunnar.  

Eurostar var mjög í fréttum í desember þegar lestir biluðu ítrekað í Ermarsundsgöngunum. Þurfti fyrirtækið að stöðva ferðir í þrjá daga á meðan reynt var að komast fyrir bilanirnar.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK