Í mál ef hlutafé í Actavis þynnist

Róbert Wessman.
Róbert Wessman. mbl.is/Ómar

Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis,  segir að samkvæmt samningi milli félaga í hans  eigu og félaga í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, sé Björgólfi óheimilt að þynna út hlutfé Róberts í Actavis.  Róbert á um 10% í Actavis, en hluturinn er veðsettur Glitni.

Í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu á morgun, segir Róbert að reyni Björgólfur Thor eða félög í hans eigu að þynna hans hlut í Actavis út myndi hann fara í mál.  

Róbert segist hafa lesið það í fjölmiðlum, að Björgólfur sé að gera upp sínar skuldir að miklu leyti með sinni eign í Actavis. Róbert segist hins  vegar á engan hátt hafa verið hluti af skuldauppgjöri Björgólfs eða komið að umræðum um endurskipulagningu  Actavis. 

Fram kom í dag, að gengið hefði verið frá samningum um endurfjármögnun Actavis í samvinnu við lánardrottna félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK