Reiða sig á líflínu Evrópska seðlabankans

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu.
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu. THIERRY ROGE

Bankar í Portúgal, Írlandi, Grikklandi og á Spáni hafa aldrei verið jafn háðir fjármögnun Evrópska seðlabankans. Samkvæmt upplýsingum seðlabankans hafa bankar frá þessum löndum aldrei þurft að reiða sig á fyrirgreiðslu hans í jafn ríkum mæli og í síðasta mánuði. 

Þessa upplýsingar koma fram á sama tíma og evrópsk fjármálayfirvöld búa sig undir að opinbera álagspróf, sem 91 af helstu fjármálafyrirtækjum Evrópu þreyttu á dögunum.

Tölur Evrópska seðlabankans um miklar lánveitingar til banka í ofangreindum löndum sýna að verulega hefur þrengst að aðgengi þeirra að hefðbundnum fjármálamörkuðum. Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir Lenu Komileva, sérfræðingi hjá fjármálafyrirtækinu Tullett Prebon, að þetta sýni í raun að viðkomandi bankar hafi fallið á því álagsprófi sem markaðurinn hafi lagt fyrir þá. Nýjar tölu Alþjóðagreiðslubankans virðast styðja þess ályktun.

 Nánar í Morgunblaðinu. Smelltu hér til að gerast áskrifandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK