Segir horfur hafa versnað

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær að ekki væri ætlunin að grípa til sérstakra aðgerða í efnahagsmálum, þó horfur hafi breyst til hins verra undanfarið. Hann sagði að seðlabankinn ætlaði sér að vera „sveigjanlegur“ í viðbrögðum sínum við aðstæðum hverju sinni.

Bernanke þótti óskýr í svörum, og lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur á meðan á vitnisburðinum stóð. Hagvaxtarspár í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir minni vexti en áður, og er reiknað með að hagkerfið vaxi um 3 til 3,5% á árinu.

Bernanke vildi ekki taka af tvímæli um þau úrræði sem seðlabankinn hefði, eða hverjum þeirra hann sæi fyrir sér að yrði beitt. Hann sagðist þó ekki útiloka að vextir á innstæðum banka hjá seðlabankanum yrðu lækkaðir, en þær hafa vaxið gríðarlega á síðustu misserum. Að sama skapi sagði Bernanke þann kost hugsanlegan að efnahagsreikningur seðlabankans yrði stækkaður, en ekki yrði gripið til aðgerða sem gætu haft neikvæð áhrif á verðstöðugleika.

Bernanke ber vitni fyrir þingnefnd í gær.
Bernanke ber vitni fyrir þingnefnd í gær. Reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK