Oddi opnar í New York

Prentsmiðjan Oddi hefur lengi rekið dótturfélag í Bandaríkjunum.
Prentsmiðjan Oddi hefur lengi rekið dótturfélag í Bandaríkjunum. Árni Sæberg

Dótturfélag Prentsmiðjunnar Odda í Bandaríkjunum, Oddi Printing, hefur opnað söluskrifstofu í New York, en fyrir er félagið með skrifstofu í Pennsylvaníu. Frá þessu er greint á vefritinu Online PR News. 

Þar segir ennfremur að Oddi opnu aðra skrifstofu til að mæta aukinni eftirspurn vestanhafs eftir umhverfisvænum pappírsvörum. Er skrifstofunni í New York ætlað að sinna viðskiptavinum fyrirtækisins á austurströnd Bandaríkjanna en skrifstofan í Pennsylvaníu hefur verið starfandi í nærri 20 ár. Sölustjóri í New York er Marteinn Jónasson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK