Mun fleiri bankar í Bandaríkjunum hafa fallið í ár en árið 2009. Í fyrra voru 140 bankastofnanir teknar yfir, en það sem af er þessu ári hafa 103 bankar verið teknir yfir – á sama tíma í fyrra voru þeir 64.
Fjöldi yfirtakna í fyrra var sá mesti síðan árið 1992. Á lista innistæðutryggingasjóðs vestanhafs eru nú 775 bankar skráðir sem „vandræðabankar,“ og eiga það á hættu að verða teknir yfir af ríkinu.