Bera ekki ábyrgð á innstæðum

Reuters

Framkvæmdastjórn ESB telur að ríki á EES svæðinu beri ekki ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu innstæðutryggingasjóða. Er framkvæmdastjórnin þar á öndverðum meiði við Eftirlitsstofnun EFTA  (ESA) sem telur að slík ábyrgð gildi.

Kemur þetta fram í svari framkvæmdastjórnarinnar við fyrirspurn norska vefmiðilsins ABC Nyheter. Tilskipun ESB um innstæðutryggingar segi skýrt að bankarnir verði að fjármagna innstæðutryggingakerfið að stærstum hluta.

Staðan sögð önnur á Íslandi

Í tilviki Íslands er framkvæmdastjórnin þó á sömu skoðun og ESA og telur að íslenska ríkinu beri að greiða innstæður á Icesave reikningum í Hollandi og Bretlandi. Tvær ástæður séu fyrir því.

Annars vegar hafi útfærslan á íslenska innstæðutryggingasjóðnum ekki uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar. Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni.

Á vefnum Euobserver er fullyrt, að á leiðtogafundi Evrópusambandsins í júní hafi komið fram, að Icesave-málið svonefnda væri sameiginlegt mál alls sambandsins þótt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi lýst því yfir, að málið sé eingöngu á milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hins vegar. 

ABC Nyheter
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK