Japönsk hlutabréf hækkuðu mikið í morgun en stórfyrirtæki hafa að undanföru skilað góðum milliuppgjörum og lítilsháttar lækkun gengis jensins gerir það að verkum að útlitið hjá útflutningsfyrirtækjum hefur batnað. Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókíó hækkaði um 2,7% í morgun.