Gagnrýnir einkavæðinguna

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn

Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður gagnrýnir hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna. Hann segist sjá eftir að hafa keypt Landsbankann. Hann hafi ekki tapað eins miklu á neinni annarri fjárfestingu. Þetta kemur fram í viðtali við Björgólf í Viðskiptablaðinu í dag.

Björgólfur segir að einkavæðingin hafi að miklu leyti snúist um að koma með erlent fjármagn inn í landið. Það hafi Samson-hópurinn gert, en ekkert erlent fjármagn hafi komið inn í landið við sölu Búnaðarbankans. „Þeir [kaupendur Búnaðarbankans] komu ekki með neitt erlent fjármagn inn í landið og það var enginn erlendur fjárfestir. Allt í einu voru búnir til einhverjir skuldasúpupeningar til að rétt pólitískt tengdir menn gætu eignast bankann. Þetta var algjört bull.“

Björgólfur segist hafa staðið í þeirri trú að kaupendur Landsbankans fengju einhvern tíma til að koma Landsbankanum á rétt ról áður en Búnaðarbankinn var seldur. Það hafi ekki gengið eftir og segist hann telja þetta vera mistök af hálfu stjórnvalda. Við þetta hafi hlaupið skyndilegur vöxtur í bankakerfið auk þess sem stjórnvöld hefðu getað fengið meira fyrir Búnaðarbankann ef hann hefði verið einkavæddur síðar.

Björgólfur Thor segist hafa litið á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, sem Svarta-Pétur í bankanum. Hann segir hins vegar að það hafi verið flókið mál að koma honum frá. Það hafi líklega komið mörgum spánskt fyrir sjónir ef Sigurjóni hefði verið sagt upp þegar allt leit vel út á yfirborðinu.

Björgólfur er mjög ósáttur við hvernig fór fyrir Straumi og segir að FME hafi knúið bankann í þrot með handafli. 

Björgólfur segist hafa lítinn áhuga á að fjárfesta á Íslandi í framtíðinni þó að hann útiloki það ekki. „Ég er umdeild persóna hérna, hef búið erlendis í rúm 20 ára og líður vel þar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka