Gagnrýnir einkavæðinguna

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son kaup­sýslumaður gagn­rýn­ir hvernig staðið var að einka­væðingu bank­anna. Hann seg­ist sjá eft­ir að hafa keypt Lands­bank­ann. Hann hafi ekki tapað eins miklu á neinni ann­arri fjár­fest­ingu. Þetta kem­ur fram í viðtali við Björgólf í Viðskipta­blaðinu í dag.

Björgólf­ur seg­ir að einka­væðing­in hafi að miklu leyti snú­ist um að koma með er­lent fjár­magn inn í landið. Það hafi Sam­son-hóp­ur­inn gert, en ekk­ert er­lent fjár­magn hafi komið inn í landið við sölu Búnaðarbank­ans. „Þeir [kaup­end­ur Búnaðarbank­ans] komu ekki með neitt er­lent fjár­magn inn í landið og það var eng­inn er­lend­ur fjár­fest­ir. Allt í einu voru bún­ir til ein­hverj­ir skuldasúpu­pen­ing­ar til að rétt póli­tískt tengd­ir menn gætu eign­ast bank­ann. Þetta var al­gjört bull.“

Björgólf­ur seg­ist hafa staðið í þeirri trú að kaup­end­ur Lands­bank­ans fengju ein­hvern tíma til að koma Lands­bank­an­um á rétt ról áður en Búnaðarbank­inn var seld­ur. Það hafi ekki gengið eft­ir og seg­ist hann telja þetta vera mis­tök af hálfu stjórn­valda. Við þetta hafi hlaupið skyndi­leg­ur vöxt­ur í banka­kerfið auk þess sem stjórn­völd hefðu getað fengið meira fyr­ir Búnaðarbank­ann ef hann hefði verið einka­vædd­ur síðar.

Björgólf­ur Thor seg­ist hafa litið á Sig­ur­jón Þ. Árna­son, banka­stjóra Lands­bank­ans, sem Svarta-Pét­ur í bank­an­um. Hann seg­ir hins veg­ar að það hafi verið flókið mál að koma hon­um frá. Það hafi lík­lega komið mörg­um spánskt fyr­ir sjón­ir ef Sig­ur­jóni hefði verið sagt upp þegar allt leit vel út á yf­ir­borðinu.

Björgólf­ur er mjög ósátt­ur við hvernig fór fyr­ir Straumi og seg­ir að FME hafi knúið bank­ann í þrot með handafli. 

Björgólf­ur seg­ist hafa lít­inn áhuga á að fjár­festa á Íslandi í framtíðinni þó að hann úti­loki það ekki. „Ég er um­deild per­sóna hérna, hef búið er­lend­is í rúm 20 ára og líður vel þar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka