Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn skuldabréfa Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs úr stöðugum í neikvæðar líkt og gert var varðandi lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í gær.
Einkunn Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs er sú sama og ríkisins, Baa3, eða lægsta einkunn í svonefndum fjárfestingarflokki.
Landsvirkjun segir, að þetta hafi hvorki áhrif á stöðu fyrirtækisins almennt né útistandandi skuldabréfaflokka.