Verð á hráolíu sveiflaðist mjög í dag en jákvæðar fregnir af afkomu banka höfðu áhrif til hækkunar. Í New York hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í september um 2,39 dali tunnan og er lokaverðið 81,34 dalir tunnan. Er þetta í fyrsta skipti síðan í maí sem hráolíuverð fer yfir 81 dal.
Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 2,64 dali tunnan og er 80,82 dalir tunnan. Segja sérfræðingar á olíumarkaði að hækkunin í dag sé í takt við evrópska hlutabréfamarkaði sem hækkuðu mikið í dag.