Bankastjóri snýr aftur

Reuters

Fyrrum bankastjóri í Nígeríu, sem hefur verið eftirlýstur vegna gruns um lögbrot í starfi og peningaþvætti, hefur snúið aftur heim eftir að hafa dvalið undanfarið ár í Bretlandi. Nígerísk yfirvöld höfðu farið fram á það við stjórnvöld í Bretlandi að hann yrði framseldur til Nígeríu þar sem hann ætti að svara til saka vegna gjaldþrot bankans.

Erastus Akingbola, fyrrum forstjóri Intercontinental Bank, yfirgaf Nígeríu og flutti til Bretlands eftir að hann og fjórir yfirmenn annarra banka voru reknir frá störfum af Seðlabanka Nígeríu í ágúst í fyrra. Voru þeir ákærðir fyrir svindl og peningaþvætti.

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Nígeríu (EFCC) lét lýsa eftir Akingbola og fór fram á það við breska innanríkisráðuneytið að hann yrði framseldur.

„Hann er kominn til landsins en hefur ekki komið að hitta okkur enn," segir Femi Babafem, talsmaður EFCC. Segir hann að ef  Akingbola gefi sig ekki fram þá verði hann sóttur af lögreglu, samkvæmt frétt Reuters.

Segist ekki hafa gert neitt rangt

Fjölmiðlar í Nígeríu hafa eftir ættingjum Akingbola að hann neiti því að hafa brotið af sér. „Akingbola kom til heimalandsins af sjálfsdáðum til að verja sig gegn ásökunum á hendur sér í dómssal," hefur dagblað í Nígeríu eftir heimildarmanni.

Hann ræði nú við lögfræðinga sína og ákvörðun um næstu skref verði tekin í kjölfar þeirra viðræðna.

Glæfraleg útlánastarfsemi og slæm áhættustýring kostaði 475 milljarða króna

Seðlabanki Nígeríu þurfti að dæla fjórum milljörðum dala, 475 milljarða króna, inn í níu banka, þar á meðal Intercontinental, á síðasta ári. Var þar gert vegna glæfralegrar útlánastarfsemi þeirra og slæmri áhættustýringu. Með þessu hafi verið komið fyrir fall þeirra en staða þeirra olli hættu á kerfishruni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK