Hleranir í Exetermáli

Merki sparisjóðsins Byrs.
Merki sparisjóðsins Byrs.

Sím­ar margra þeirra sem liggja und­ir grun um að hafa brotið af sér í aðdrag­anda efna­hags­hruns­ins hafa verið hleraðir af lög­reglu­yf­ir­völd­um. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur slík­um hler­un­um m.a. verið beitt við rann­sókn á Ex­eter-mál­inu svo­kallaða.

Herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins að í ákveðnum til­vik­um hafi hler­an­irn­ar staðið yfir svo mánuðum skipti, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Í lok júní voru gefn­ar út ákær­ur á hend­ur þeim Jóni Þor­steini Jóns­syni, Ragn­ari Z. Guðjóns­syni og Styrmi Þór Braga­syni vegna lán­veit­ing­ar Byrs spari­sjóðs til Ex­eter Hold­ing til kaupa á stofn­fjár­bréf­um í Byr.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK