Gengi krónunnar styrktist í dag um 0,95% en viðskipti voru með gjaldeyri á millibankamarkaði í dag. Mjög rólegt hefur verið á millibankamarkaði í sumar og einungis viðskipti þar þrjá daga í síðasta mánuði.
Gengisvísitalan er komin niður í 210,32 stig. Gengi evrunnar er 155,50 krónur, Bandaríkjadalur er 118,23 krónur, pundið 187,48 krónur og danska krónan er 20,87 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.