Yfir 15% atvinnuleysi í Litháen

Frá höfninni í Klaipeda
Frá höfninni í Klaipeda Reuters

Enn fjölgar atvinnulausum í Litháen og mældist það 15,3% í júlí. Í júní var það 14,99%. Það þýðir að 330.600 manns eru án atvinnu í landinu en alls eru íbúar Litháen 3,3 milljónir talsins. Spá Seðlabanka Litháen upp á allt að 17% atvinnuleysi í ár.

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun Litháen skýrist aukningin að hluta af nýskráningum nemenda sem hafa nýlokið námi í mennta- og háskólum.

Þegar Litháen gekk í Evrópusambandið árið 2004 var atvinnuleysið yfir 12% en lækkaði jafnt og þétt árin á eftir. Í desember 2007 mældist atvinnuleysið 4,3%. En frá þeim tíma hefur það aukist jafnt og þétt eftir því sem Litháen hefur sokkið dýpra í efnahagslægðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK