Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júlí var vöruútflutningur 43,9 milljarðar króna og innflutningur 39,4 milljarðar króna. Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 4,5 milljarða króna, að því er kemur fram í nýjum Hagvísum Hagstofunnar.
Í júlí í fyrra var vöruskiptajöfnuður hagstæður um 0,5 milljarða.
Það sem af er árinu eru vöruskiptin hagstæð um nærri 68,5 milljarða króna. Á sama tímabili í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um nærri 40 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Hagstæð vöruskipti hafa nú í hverjum mánuði samfellt frá því í janúar árið 2009.