Bankasýsla ríkisins óskar eftir tilnefningum í stjórnir sparisjóða sem fyrirséð er að verði á forræði Bankasýslunnar. Nú er sérstaklega óskað eftir tilnefningum í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar.
Þriggja manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn Bankasýslu ríkisins, undirbýr tilnefningar aðila fyrir hönd ríkisins í stjórnir fyrirtækja sem eru á forræði stofnunarinnar, samkvæmt tilkynningu frá Bankasýlsunni. Þar kemur einnig fram að stofnunin leggi áherslu á jafnrétti kynjanna og þetta sé svipað ferli og þegar stjórnarmanna var leitað í Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka.
„Bankasýslunni barst fjöldi ferilskráa og gat því valið úr stórum hópi hæfileikafólks þegar tilnefnt var í stjórnir bankanna," segir í tilkynningu.