Breytingar hjá Íslandsbanka

Sigríður Olgeirsdóttir
Sigríður Olgeirsdóttir

Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka og mun hún bera ábyrgð á upplýsingatækni, rekstri, bakvinnslu og gæðamálum.

Sigríður er með MBA gráðu í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig menntaður rekstrarfræðingur frá Endurmenntun HÍ og kerfisfræðingur frá Tietgenskolen EDB skolen í Óðinsvéum í Danmörku.

Sigríður var framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss frá 2001-2006 en áður hafði hún starfað sem framkvæmdastjóri Ax Business Intelligence A/S, í Danmörku frá 1999-2001. Þá var hún forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals hf. á árunum 1997 – 1999. Sigríður starfaði um hríð sem framkvæmdastjóri hjá Símanum þar sem hún vann m.a. að viðskiptaþróun og  fjárfestingum og var forstjóri Humac frá 2007-2008. Hún hefur setið í fjölda stjórna bæði hérlendis og erlendis. Sigríður er gift Sigurjóni Gunnarssyni og eiga þau tvær dætur, samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK