Seðlabankinn birtir lögfræðiálit

Seðlabankinn hefur birt lögfræðiálit um gjaldeyrislán.
Seðlabankinn hefur birt lögfræðiálit um gjaldeyrislán.

Seðlabanki Íslands hefur birt lögfræðiálit um heimildir til gengistryggingar sem hann fékk lögfræðistofuna LEX til að vinna í byrjun maí 2009. Er niðurstaða álitsins skýr, sú að óheimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla.

Í lögfræðiálitinu  er sú ályktun, að það hafi verið beinlínis tilgangur laga sem sett voru árið 2001, að taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar sé vísitala neysluverðs. Þar með hefði verið lagt bann við því að verðtryggja skuldbindingar í íslenskum krónum á grundvelli gengis erlendra gjaldmiðla. Hins vegar hefði ekki með þessu verið að banna lántökur í erlendri mynt.

Jafnframt hefur Seðlabankinn birt minnisblað aðallögfræðings bankans af sama tilefni, þar sem tekið er undir álit lögfræðinga LEX en jafnframt er tekið fram, að  ekki séu allir lögfræðingar sammála um þessa túlkun og muni dómstólar eiga síðasta orðið reyni á álitaefnið fyrir dómstólum sem allt virðist stefna í að geri.

Hæstiréttur komst í júní að þeirri niðurstöðu, að ólögmætt væri að nota  aðra viðmiðun en vísitölu neysluverðs til að verðtryggja lán veitt í íslenskum krónum. 

Seðlabankinn segir, að ákvörðun um að óska eftir lögfræðiálitinu vorið 2009 hafi verið tekin vegna fyrirætlunar um að heimila innlendum lögaðilum að taka lán í íslenskum krónum, sem endurgreidd yrðu í erlendum gjaldeyri, í ný gjaldeyrisskapandi verkefni. Einnig hafi þá verið hafin opinber umræða um lögmæti gengistryggðra lána.

„Rétt er að undirstrika að álit LEX fól ekki í sér neina skoðun á útlánasöfnum bankanna. Í því var engin afstaða tekin til þess hvort hin svokölluðu „myntkörfulán“ eða aðrar einstakar tegundir lánssamninga bankanna teldust vera erlend lán eða ekki," segir í tilkynningu Seðlabankans. 

Minnisblað aðallögfræðings Seðlabanka Íslands

Minnisblað LEX lögmannsstofu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK