Askan veldur TUI tjóni

Eldgosið í Eyjafjallajökli
Eldgosið í Eyjafjallajökli Reuters

Tap ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins TUI Tra­vel jókst á öðrum árs­fjórðungi og má það einkum rekja til slæms efna­hags­ástands í Bretlandi og áhrifa eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli á flug­sam­göng­ur í apríl og maí. Vara stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins við því að af­kom­an í ár verði und­ir vænt­ing­um.

Tap TUI Tra­vel nam 409 millj­ón­um punda, 77 millj­örðum króna, á fyrstu níu mánuðum rekstr­ar­árs­ins, októ­ber-júní). Á sama tíma­bili á fyrra rekstr­ar­ári nam tapið 304 millj­ón­um punda. Tekj­ur dróg­ust sam­an um 8% og námu 8,224 millj­örðum punda.

Í til­kynn­ingu TUI Tra­vel kem­ur fram að eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli kostaði fé­lagið 105 millj­ón­ir punda, 20 millj­arða króna, sem er mun meira held­ur en áætlað var. En fyrri áætl­un hljóðaði upp á 90 millj­ón­ir punda. Fyr­ir eld­gos var bók­un­arstaðan mjög góð en um leið og eld­gosið hófst þá dró veru­lega úr bók­un­um, seg­ir í til­kynn­ingu TUI. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK