Framkvæmdastjórnin leggur til sérstakan ESB skatt

Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB.
Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í næsta mánuði leggja fram tillögur að nýjum skatti sem yrði ekki á forræði aðildarríkjanna og myndu því tekjurnar af honum renna beint til sjálfs sambandsins. Þessum skattatillögum er ætlað að draga úr beinum framlögum aðildarríkjanna til ESB.

Samkvæmt frétt Financial Times um málið þá miðast tillögurnar við að Evrópusambandsskattur yrði lagður á bankastarfsemi, fjármagnsflutninga, flugumferð og losunarheimildir. Tillögurnar eru lagðar fram í aðdraganda samningaviðræðna aðildarríkjanna um næsta sjö ára fjárlagatímabil en það hefst árið 2014.

Fram til þess hefur rekstur ESB verið fjármagnaður með framlögum frá aðildarríkjum annarsvegar og svo tekjum af gjöldum sem eru lögð á innflutning frá ríkjum utan hins sameiginlega markaðar. En samhliða auknum kostnaði við rekstur ESB hefur hlutfall þess síðarnefnda hríðlækkað undanfarin ár. Fjárlög ESB nema 140 milljörðum evra á ári en innflutningsgjöldin standa aðeins undir fjórðungi af því og fjármagna því aðildarríkin það sem upp á vantar. Hlutfall innflutningsgjalda af fjárlögum sambandsins nam 89% árið 1988.

Samkvæmt frétt Financial Times hafa þessar tillögur fallið í grýttan jarðveg hjá áhrifamiklum aðildarríkjum. Haft er eftir talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins að stjórnvöld í Berlín setji sig alfarið á móti því að sérstakur skattur renni beint til ESB og að sambandið íhlutist í skattastefnu aðildarríkjanna. Bresk stjórnvöld hafa jafnframt tekið í sama streng. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK