Fær undarþágu frá yfirtöku á Icelandair

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að veita Framtakssjóði Íslands undanþágu frá því að gera yfirtökutilboð í Icelandair Group. Sjóðurinn á og fer með 32,5% hlutafjár í Icelandair og ætti því samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í þeirra hluti.

Var það eitt að skilyrðum sem Framtakssjóðurinn gerði fyrir því að fjárfesta í félaginu að hann þyrfti ekki að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, en sjóðurinn er í eigu lífeyrissjóðanna.

Þann 14. júní 2010 undirrituðu Framtakssjóðurinn og Icelandair áskriftarsamning um nýtt hlutafé í Icelandair þar sem Framtakssjóðurinn skráði sig fyrir 1.200 milljón hlutum á genginu 2,5 krónur eða að söluverði 3 milljarðar.

Að mati Fjármálaeftirlitsins markar samningurinn mikilvægt skref í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair sem staðið hefur yfir síðan síðari hluta ársins 2008.

Fjármálaeftirlitið setur hins vegar ákveðin skilyrði fyrir undanþágunni. Meðal annars að Framtakssjóðurinn selji hluta af eign sinni í félaginu innan 12 mánaða, fari ekki með nema 30% atkvæðisréttar og að hann upplýsi FME reglulega um framvindu endurskipulagningu rekstrar Icelandair.

Hér er hægt að lesa úrskurðinn í heild og skilyrði FME

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK