Eldgosið kom í veg fyrir að áætlanir stæðust

Forstjóri Qantas, Alan Joyce á fundi með fjölmiðlum í dag.
Forstjóri Qantas, Alan Joyce á fundi með fjölmiðlum í dag. Reuters

Hagnaður ástralska flugfélagsins Qantas dróst saman um 4,3% á síðasta rekstrarári og nam 112 milljónum ástralskra dala, 12 milljörðum króna. Forstjóri félagsins Alan Joyce, segir að þetta sé undir áætlunum félagsins en þær hefðu staðist ef eldgosið í Eyjafjallajökli hefði ekki lamað flugsamgöngur í Evrópu í tæpa viku í apríl.

Undirliggjandi hagnaður Qantas var 377 milljónir ástralskra dala á síðasta rekstrarári sem lauk þann 30. júní sl. Er það í hærri kantinum miðað við áætlanir félagsins sem hljóðuðu upp á 300-400 milljónir dala.

Eldgosið í Eyjafjallajökli kostaði Qantas 46 milljónir dala. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK