Indverjar taka yfir Ssangyong

Stjórnarformaðurinn, eða Chairman, er flaggskip Sssangyong bílaframleiðandans.
Stjórnarformaðurinn, eða Chairman, er flaggskip Sssangyong bílaframleiðandans.

Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra er nú talinn líklegastur til að taka yfir rekstur Ssangyong Motors í Suður-Kóreu, sem er gjaldþrota. Ssangyong tilkynnti í dag að skrifað yrði undir samkomulag við Indverjana í lok þessa mánaðar.

Mahindra var þannig tekið framyfir dekkjaframleiðandann Ruia Group  og Young An Hat, Suður-Kóreskt fyrirtæki sem m.a. á rútuverksmiðjur Daewoo Bus Company.

Mahindra stefnir á að verða hnattrænt fyrirtæki og hefur haft auga á Ssangyong um hríð, til þess að fá aðgang að meiri tækni fyrir jeppa sem það framleiðir og til þess að auka áhrif sín á mörkuðum utan Indlands.

Ef þessi yfirtaka verður að raunveruleika verður Mahindra annar indverski bílaframleiðandinn sem fer inn á Suður-Kóreumarkað á eftir Tata Motors, sem árið 2004 keyptu Daewoo Commercial Vehicles.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka