Efnahagslægð yfirvofandi

TRUTH LEEM

Verulegar líkur eru á því að önnur djúp efnahagslægð fari yfir bandaríska hagkerfið á næstunni. Þetta er mat Robert Shiller, hagfræðiprófessors við Yale-háskóla. Shiller er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á fasteignamarkaðnum og eignabólum.

Á vefsvæði Market Watch er haft eftir Shiller að meiri en helmingslíkur séu á því að önnur alvarleg niðursveifla í bandaríska hagkerfinu sé handan við hornið. Eitt af helstu hættumerkjunum sé að atvinnuleysi í Bandaríkjunum er enn mikið og fátt bendi til þess að það muni minnka á næstunni.

Shiller telur nauðsynlegt að stjórnvöld hrindi í framkvæmd þensluhvetjandi efnahagsaðgerðum á borð við þær sem var hleypt af stokkunum í fyrra. Það sé sérstaklega brýnt í ljósi þess að bandaríski seðlabankinn hefur ekki úr fleiri vopnum að velja til þess að berjast við aðra niðursveiflu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK