Misstu áhugann í kjölfar dóms

Íslandsbanki
Íslandsbanki mbl.is/Golli

Erlendir fjárfestar misstu áhuga á kaupum á tæpum þrjátíu prósenta hlut í Íslandsbanka eftir að Hæstiréttur dæmdi erlend gengislán ólögmæt í júní. Þeir höfðu sett sig í samband við svissneska risabankann UBS, sem er með hlut skilanefndar Glitnis í bankanum í söluferli, og lýst yfir áhuga á honum. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Íslandsbanki er að mestu í eigu erlendra kröfuhafa en félag þeirra, ISB Holding, fer með 95 prósenta hlut. Ríkið á fimm prósentin sem upp á vantar. Fram kom á kynningarfundi skilanefndar í febrúarlok að verðmæti 95 prósenta hlutarins næmi hundrað milljörðum. Nýtt mat er væntanlegt í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka